


lau., 04. okt.
|Glerártorg
TÖFRABÆKURNAR á Glerártorgi - Sagan af Gýpu
Mörg börn þekkja söguna af Gýpu en Gýpa er með eindæmum matgráðug!
Tími og staðsetning
04. okt. 2025, 13:00 – 13:30
Glerártorg, Glerártorg, Glerárgata, 600 Akureyri, Iceland
Um viðburðinn
Töfrabókin um Gýpu verður á Glerártorgi í oktober og Desember!
Mörg börn þekkja söguna af Gýpu en Gýpa er með eindæmum matgráðug og mesta furða að hún hafi ekki verið búin að éta heimilisfólk út á gaddinn. Þegar matinn þrýtur étur hún askinn sinn, karl og kerlingu í kotinu og kúna Kreppilhyrnu. Síðan heldur hún af stað til að leita að meiri mat. Hver skyldi vera svo ólánsamur að verða á vegi hennar ?
Nú er búið að glæða Gýpu lífi með skemmtilegum brúðuleik og tónlist. Tveir leikarar stjórna brúðum og sjá um allan leik og lifandi tónlistarflutning. Sýningin er um 30 mínútur í flutningi, tónlist er lágstemmd og undirleikur á ukulele.
Töfrabækurnar eru brúðuleikhússería fyrir yngstu börnin þar sem unnið er með þjóðsögur. Þegar bókin opnast breytist hún í leikmynd fyrir söguna og þær persónur sem koma fram verða tvívíðar brúður sem stjórnað verður ofan frá.
Tveir leikarar stjórna…

